Beint í efni

Líðan bænda skiptir máli

Félagsmenn Bændasamtaka Íslands hafa aðgang að innra svæði Bændageðs þar sem hægt er að horfa á viðtöl við bændur sem hafa sagt frá sinni reynslu meðal annars. Ætlunin er að bændur tengi við sögur annarra og finni kraft til að leita sér aðstoðar. Þar má einnig finna bjargráð frá Regínu Ólafsdóttur, sálfræðing, sem við hvetjum fólk til að nýta sér.

Geðorðin tíu

1. Hugsaðu jákvætt, það er léttara

2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um.

3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir.

4. Lærðu af mistökum þínum.

5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina.

6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu.

7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig.

8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup.

9. Finndu og ræktaðu hæfileika þína.

10. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast.

Ef þú þarft á hjálp að halda eða einhver sem þú þekkir hringdu í Neyðarlínuna 112, Hjálparsíma Rauða Krossins 1717 eða Píeta samtökin 552-2218